Úlfar Jónsson landsliðþjálfari hefur valið sex kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í Undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri sem fram fer Skalica Golf Club í Slóvakíu, dagana 19.-21. september. Undankeppnin eða European Boys´Challenge Trophy, eins og keppnin heitir, er fyrir þær þjóðir sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt á Ervópumóti pilta 18 ára og yngri sem fram fer á næsta ári.

Þessir voru valdir:

Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili
Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis
Gísli Sveinbergsson Golfklúbbnum Keili
Henning Darri Þórðarson Golfklúbbnum Keili