Ávarp formanns

Golfsumarið var nokkuð á pari við árið 2021 með 35.716 leikna hringi á Hvalareyrarvelli en 8.711 leikna hringi á Sveinskotsvelli. Meðlimum fjölgaði um 33 á árinu og vorum við orðin 1.661 talsins í lok árs. Þar af eru 361 félagar skráðir á Sveinskotsvöll.

Til þess að tryggja það að þeir félagar sem eru skráðir til leiks séu raunverulega að spila og stemma stigu við því að fólk sem á bókaða rástíma mæti ekki á teig var farið í átak í byrjun sumars þar sem eftirlitsmenn lögðu mikla áherslu þessa þætti. Við teljum að félagsmenn hafi klárlega orðið meðvitaðri um hvernig meðferð kennitölu þeirra er háttað og félagar sem mættu ekki í rástíma fengu senda viðvörun og áttu yfir höfði sér skráningarbann yrði ekki bætt úr. Við teljum að þetta átak hafi skilað sér vel og munum við halda áfram að leggja áherslu á þessa þætti.

Lesa meira

Barnastarf Keilis

Barnastarfið var í miklum blóma á árinu undir stjórn Íþróttastjóra en hér má sjá nokkrar myndir frá starfsemi ársins.

Kaflaskipt veður en ásókn með ágætum

Opnun Hvaleyrararvallar var með sama sniði og síðustu ár, þar sem sjálfboðaliðar tóku höndum saman á Hreinsunardegi og Hvaleyrarvöllur svo opnaður með Hreinsunarmóti daginn eftir. Hreinsunardagurinn í ár var haldinn þann 7. maí og almenn opnun á vellinum þann 9. Vellirnir komu vel undan vetri og hófst tímabilið með hvelli.

Lesa meira

Nýframkvæmdir í bland við viðhald

Unnið var í þremur brautum á árinu. Teigasvæði á verðandi 18. braut (núverandi 12.) og verðandi 16. braut (sameining 10. & 11. brauta) og svo 17. braut (par 3).

Næstu ár mun fara meira fyrir öðrum framkvæmdum en fyrir liggur að breytinga sé þörf á nokkrum stöðum þeirra brauta sem byggðar hafa verið síðustu ár. Einnig stendur til að bæta grasstíga á seinni 9 holum vallarins og endurbyggja helstu gönguleiðir með réttu undirlagi og sjálfvirku vövunarkerfi.

Lesa meira

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Faglega er staðið að þjálfun barna og ungmenna og er starfið öflugt. Það er nú þegar farið að skila mjög góðum árangri þar sem við eigum marga af efnilegustu kylfingum landsins í flokki 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og í flokkum 16 ára og yngri. Framtíðin er björt hjá Keili í golfstarfinu. Efniviðurinn er mikill og þar þarf að vanda til verka. Það er búið að leggja mikla rækt við uppbyggingu og þjálfun á undanförnum árum enda hefur fjölgað jafnt og þétt ár frá ári.

Lesa meira

Árangur í sumar

Íþróttalegur árangur Keilis hefur verið frábær undanfarin ár og var ekkert lát á titlum á árinu 2022.

Kylfingar frá Keili unnu fjóra íslandsmeistaratitla og tvo stigameistaratitla í sumar.

Lesa meira

Rekstur klúbbsins í blóma

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2022. Golfiðkun félagsmanna var á pari við fyrra ár og virðist ákveðnu jafnvægi hafa verið náð eftir Covid-19 faraldurinn. Þrátt fyrir mikið ferðasumar voru leiknir hringir á árinu nánast þeir sömu og í fyrra.

Tekjur á árinu 2022 voru 324,5 mkr. samanborið við 293,2 mkr. árinu áður. Gjöld voru 286,5 mkr. samanborið við 268,7 mkr. á árinu 2021. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 38 mkr. á árinu 2021 samanborið við 24,5 mkr. árinu áður.

Lesa meira