Núna eru spennandi tímar framundan hjá okkur öllum. Það styttist í að völlurinn opni þetta sumarið og þar með að sjálfsögðu golfbúð Keilis.

Við ætlum að taka forskot á sæluna og ætlar golfbúðin að bjóða Keilis merktan ZO-ON fatnað á 30-50% afslætti. Athugið að ekki eigum við allar stærðir til og því gildir lögmálið fyrstir koma fyrstir fá. Starfsmaður mun vera í búðinni föstudaginn 03.maí og mánudaginn 06.maí. Tilvalið að ná í félagskortin og skoða þennan glæsilega fatnað frá ZO-ON. Vonandi fara nú veðurguðirnir að vinna með okkur sem allra fyrst. Fljótlega koma nýjar vörur frá FOOTJOY, enn glæsilegur fatnaður frá FOOTJOY verður til sölu í golfbúðina í sumar og sjálfsögðu munum við bjóða uppá vinsælu ECCO skóna á besta verðinu fyrir Keilisfélaga.

Golfbúð Keilis óskar öllum kylfingum gleðilegs sumar og mun bjóða ykkur áfram golfvörur á sanngjörnu verði.

Kveðja golfbúð Keilis