Hin unga og efnilega Keiliskona Anna Sólveig Snorradóttir sigraði eftir dramatíska baráttu við stöllu sína úr Keili Signý Arnórsdóttir. Anna lék hringina þrjá á 223 höggum einu höggi betri enn Signý. Frábær árangur hjá Keilisstelpunum í fyrstu tveimur stigamótunum og greinilegt að þær ætla sér stóra hluti í sumar. Í karlaflokki var bestur Keilismanna gamla brýnið Björgvin Sigurbergsson enn Björgvin var einu höggi frá sigri. Það var Haraldur Franklín úr golfklúbbi Reykjavíkur sem sigraði á samtals einu höggi undir pari þessa þrjá hringi. Einnig stóð Rúnar Arnórsson sig vel og var í sjötta sæti. Keilir óskar okkar fólki til hamingju með góðan árangur um helgina.