Axel Bóas lauk leik á Eccotour mótaröðinni í dag. Hann lék á alla þrjá hringina á undir pari eða á 72 (-1)  68 (-5) og 72 (-1) og endaði á 7 höggum undir pari.

Axel endaði í 24. sæti. Það var hinn sautján ára gamli Oliver Lindell frá Finnlandi sem sigraði á 16 höggum undir pari.

Næsta mót á mótaröðinni er 11. maí.