Axel Bóasson hefur lokið leik í Northside Charity Challenge mótinu í Danmörku. Axel lék hringina þrjá á 69, 70 og 72 höggum eða á fimm höggum undir pari.

Axel endar mótið í 30. sæti.

Það var Oliver Lindell frá Finlandi sem lék á 18 höggum undir pari og sigraði með einu höggi.