Axel okkar Bóasson var rétt í þessu að sigra á Atvinnumannaröðinni Nordic League 2017. Hann lék flott golf á SGT Tour Final mótinu og hafnaði þar í 1. sæti ásamt öðrum, þegar þetta er skrifað er Axel í bráðabana um fyrsta sætið, meira um það síðar. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslenskur atvinnumaður í golfi sigrar á atvinnumótaröð.

Í upphafi árs voru það 180 atvinnukylfingar sem hófu leik á Nordic League. Axel hóf strax að leika vel á þessu ári og hefur bætt sig í nánast hverju móti síðan. Sigraði í tveimur mótum á tímabilinu og nánast alltaf í topp 10 á síðustu mótunum á árinu.

Ásamt að sigra stigalistann fyrir árið þá vann Axel einnig á Finar Four keppninni enn það er sérkeppni í fjórum síðustu mótunum á mótaröðinni. Þá endaði Axel einnig efstur á Sænska listanum og sigraði Race to Himmerland. Þetta undirstrikar yfirburði Axels á mótaröðinni í ár.

Árið hefur einnig verið gjöfullt hjá Axel hér á heimaslóðum. Ávallt verið í toppbaráttunni á þeim mótum sem hann hefur haft tíma til að sækja hér á frónni og ekki má síðan gleyma glæsilegum sigri hjá drengnum á Íslandsmótinu í golfi á Hvaleyrarvelli fyrr á þessu ári.

Með árangri sínum þá vinnur Axel sér þáttökurétt á næsta keppnistímabili á Challenge Tour. Það verður gaman að fylgjast með Axel á næsta ári og vonandi bætir hann sig einsog raunin hefur verið allt þetta keppnisár.

Frábær árangur hjá Axel, við óskum Axel, Önnu og allri golf fjölskyldu hans innilega til hamingju með árangurinn.