Axel Bóasson sigraði á Securitas mótinu í Grafarholti um helgina. Hann lék hringina þrjá á 68, 66 og 70 höggum eða níu höggum undir pari og sigraði með tveimur höggum.

Axel tryggði sér með þessum sigri stigameistaramótstitilinn á Eimskipsmótaröðinni sem hann vann einnig í fyrra.

Keilir átti þrjá kylfinga í karlaflokki og átta kylfinga í kvennaflokki inn á topp 15 á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í ár.