Eftir linnulausar æfingar vetursins er nú loksins fyrstu mót Golfsambandsins að fara af stað. Stigamót er haldið um helgina hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og áskorendamót haldið hjá Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi. Metþáttaka er, en í þessum orðum töluðum eru um 250 krakkar og unglingar skráðir til leiks þar af um 50 frá Keili.

Strax næstu helgi er svo fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar haldið hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Við óskum keppendum góðs gengis og vonum að veðurguðirnir brosi við þeim í sumar.