Miklar breytingar á 10. flötinni hafa gert þessa holu eina af skemmtilegustu og fallegustu holum landsins. Flötin, sem er gríðarlega stór, er vel varin af djúpum glompum fyrir framan og hægra megin við flötina. Að auki eru vallarmörkin sem fyrr til vinstri. Ef leikmaður hittir flötina þá er eftirleikurinn langt frá því að vera auðveldur., því mikill halli skiptir henni í miðjunni, sem gerir púttið mun erfiðara. Par er alltaf þegið fegins hendi.