Stjórn Keilis hefur ákveðið að gera smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi Meistaramóts Keilis 2016. Stærstu breytingarnar lúta aðalllega að elstu flokkunum. Enn í stað tveggja flokka 55+ og 70+, verður aðeins keppt í einum flokki 60 ára og eldri. Þar verður keppt í höggleik og í punktakeppni með forgjöf. Leikdagar verða hjá þeim flokki frá sunnudegi til þriðjudags alls 54 holur. Þá verður 3. flokkur kvenna leikinn yfir 4 daga eða 72 holur, og byrjar sá flokkur á miðvikudegi og leikur til laugardags. Einnig mun 3. flokkur karla leika frá miðvikudegi til laugardags. Skráning er hafinn á golf.is.

Screen Shot 2016-06-16 at 17.17.33