Nú þegar vetur konungur knýr dyra er ekki úr vegi að fara að huga að spilastokknum. Bridgekvöldin vinsælu byrja miðvikudaginn 22. október klukkan 19:15. Endilega takið með ykkur spilafélaga, þeir þurfa ekki að vera félagsmenn í Keili. Að venju mun Guðbrandur Sigurbergsson sjá um kvöldin. Góða skemmtun.