Nú á dögunum skrifaði Eimskip undir styrktarsamning við Keili. Eimskip hefur verið og er einn stærsti styrktaraðili að golfi á Íslandi. Samningurinn inniheldur meðal annars heitið á nýju par 3 holunni, verðandi 15 braut sem opnuð verður á næsta ári. Mun holan öðlast heitið “Yfir hafið og heim” sem er slagorð Eimskips. Eimskip opnaði á dögunum stóra frystigeymslu í Hafnarfjarðarhöfn, Fjarðarfrost og geta kylfingar séð þennan glæsilega vinnustað vel frá teignum á holunni. Við bjóðum Eimskip velkominn í hóp góðra fyrirtækja sem standa vörð um íþróttastarf Keilis.