Einsog félagsmenn þekkja þá fer fram viðhorfskönnun á meðal félaga Keilis á hverju hausti. Í gegnum hana berast margar tillögur sem starfsfólk Keilis fer yfir og metur hvernig best er að bregðast við þeim ábendingum. Nú hefur Bjarni vallarstjóri skoðað þá algengustu punkta sem komu fram í könnun haustsins með starfsfólki sínu. Hér eftir er stuttur pistill Bjarna og hans teymis um viðbrögð og áætlanir um betrunbætur á Hvaleyrarvelli fyrir komandi sumar.

Skoðanakönnun golfklúbbsins er mikilvægt tæki fyrir starfsmenn klúbbsins til að sjá hvað má betur má fara. Þar koma fram alskonar sjónarmið. Sum eru ekki framkvæmanleg nema með verulegum kostnaði (t.d. að ryðja sumum holum í burtu sem mönnum finnst leiðinlegar), önnur eru pólitísk deilumál (sumir vilja malbikaða stíga, aðrir vilja mýkri stíga) á meðan mörg eru sjálfsagðir hlutir sem við tökum til okkar og reynum að laga sem fyrst.

Í skoðanakönnunni þetta árið var algengast að kvartað væri undan sandmagni í glompum. Þetta eru kunnulegar fréttir. Yfir þessu er kvartað á flestum völlum heims. Ástæðan er sú að sandurinn er hreifanlegur. Kylfingar slá honum til í glompunni og svo raka þeir sandinum í hina áttina þegar þeir fara uppúr. Í 95% tilvika vantar ekki sand í glompur, það þarf að færa hann til. Á síðasta ári fóru þrjú vörubílhlöss af sandi í glompur vallarins. Við munum reyna að tryggja enn betur þetta árið að sandurinn sé rétt rakaður til svo að kylfingar verði sjaldnar vari við „sandleysi“. Það er hinsvegar nánast ómögulegt að koma algerlega í veg fyrir þetta vandamál, og þá óskum við þess að kylfingar séu duglegir að láta okkur vita af þeim svæðum sem sand vantar. Það er merkilega erfitt að fylgjast með þessu daglega og halda uppi eðlilegum vinnuhraða.

Næst mest var kvartað undan aðgengi í glompur. Margar glompur eru nokkuð djúpar á vellinum, eins og flestir kylfingar hafa vafalítið tekið eftir. Þeir sem eiga erfitt með ganga eiga fyrir vikið oft erfitt með að komast í og úr glompum. Í vor verður átak í því að koma fyrir tröppum ofan í glompurnar og laga þær sem hafa skekst. Þetta er ekki auðvelt verkefni þar sem kantar glompnanna eru stanslaust á hreyfingu enda má segja að þeir séu lifandi hlutur.

Aðgengi að nokkrum rauðum teigum hefur verið gagnrínt. Þar er aðallega verið að nefna 7. teig og 2. teig. Í vor verður komið fyrir tröppum upp á 7. teig. Reynt verður að koma fyrir tröppum meðfram vinstri hlið 2. teigs sem falla að umhverfinu.

Stígamál eru alltaf nefnd í þessari könnun. Í vor verður malbikað frá vegamótum bakvið 1. flöt að 9. teig. Verður það fyrsti hluti af aðgerð sem miðast við að malbika alla þá vegi sem liggja að umræddum vegamótum (þ.e. frá 1. flöt að 2. braut og svo frá 8. flöt að 9. braut). Gera má ráð fyrir því að sú aðgerð verði kláruð vorið 2016.

Sveinkotsvöllur fær einnig sýna gagnrýni í könnuninni. Ljóst er að völlurinn er ekki í nærum því svipuðum klassa og Hvaleyrarvöllur. Tekið verður á í viðhaldi vallarins í ár og hefur meðal annars starfsmaður verið settur yfir völlinn til að tryggja að dagleg umhirða verði eins góð og völ er á. Það er þó erfitt að fara í drastískar lagfæringar á vellinum að sinni. Töluverðar breytingar munu eiga sér stað á vellinum á næstu árum. Loka hönnun á vellinum er ekki klár eins og er og því er erfitt að fara í miklar endurbyggingar (t.d. teiga og flatir). Það má þó búast við því að völlurinn taki stakkaskiptum á næstu árum þegar endurbygging hans verður lokið. Í millitíðinni munum við gera okkar besta til að bæta daglegt viðhaldi vallarins svo að sem flestir hafi ánægju af því að leika völlinn.

Þetta var í grófum dráttum niðurstaða könnunarinnar af þeim atriðum sem við getum framkvæmt.  Við hvetjum kylfinga til að taka þátt í þessari könnun næsta haust.  Við erum hér til að þjónusta ykkur og því er ykkar skoðun okkur afskaplega mikilvæg.