Opna Securitas kvennamótið í samvinnu við Siggu og Timo var haldið á laugardaginn. Þetta er níunda sumarið sem kvennamót Siggu og Timo er haldið en það nýmæli var í ár að Securitas kom inn í samstarfið við Siggu og Timo og er óhætt að segja að þetta hafi verið eitt glæsilegasta kvennamót sumarsins. Alls voru 120 konur skráðar til leiks. Securitas gaf teiggjöf og veitingar fyrir alla keppendur en  Sigga og Timo gáfu vegleg verðlaun fyrir efstu sætin í punktakeppni, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og besta skor, ásamt því að dregnir voru út fjölmargir glæsilegir skorkortavinningar.

Úrslit úr mótinu:

Besta skor:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir 73 högg

Punktar:

1. Svanhildur Gestsdóttir 35 p
2. Herdís Hermannsdóttir 34p
3. Kristín H Pálsdóttir 33p
4. Hulda Björk Guðjónsdóttir (14/18)32p
5.Guðrún Brá Björgvinsdóttir (15/17) 32p

Nándarverðlaun:
4. Guðrún Erna Guðmundsdóttir 1,58m
6. Ragna Pétursdóttir 1,52m
10. Ágústa Kristjánsdóttir 1,33m
16. Kristín Þóra Helgadóttir 3,52m