Á Íslandsmótinu verða framverðir víðsvegar um Hvaleyrarvöll. Mikilvægt er að kylfingar kynni sér staðsetningu framvarða sem og leiðbeiningar um hvernig framverðir koma skilaboðum til kylfinga.

Sjálfboðaliðar Golfklúbbsins Keilis manna stöður framvarða.

Á kortinu hér fyrir ofan má sjá áætlaðar staðsetningar framvarða en leiðbeiningar um skilaboð frá þeim má sjá hér fyrir neðan.