Laugardaginn 29. ágúst n.k er Fyrirtækjakeppni Keilis. Þetta mót á sér langa sögu hjá golfklúbbnum Keili og er eitt aðal-fjáröflunarmót okkar hvert ár. Í ár er mótið sérstaklega veglegt, mótið er haldið til styrkar þeim miklu framkvæmdum sem Keilir stendur í þessa dagana. Enn verið er að stækka golfvöllinn og byggja þrjár nýjar holur. Framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana.

Í ár gefst einstakt tækifæri hjá keppendum að leika eina af nýju holunum, enn það er verðandi 15 holan, par 3 hola sem opnar 2017. Holan er ein sú glæsilegasta á landinu, þar sem slegið er yfir sjó til að ná inná flöt (sjá mynd í auglýsingunni)

Erum við að leita eftir stuðningi ykkar og þátttöku í mótinu.

Mótsgjaldið er 40,000 krónur, innifalið í mótsgjaldi er grillveisla og drykkur að móti loknu. Það eru tveir sem spila saman frá hverju fyrirtæki og ef vantar mannskap þá útvegum við hann.

Fyrirtækjakeppnin_2015