Okkar maður Gísli Sveinbergsson er heldur betur að standa sig vel í Finnlandi, Gísli sem lék á pari í gær bætti um betur í dag og spilaði á einu höggu undir pari þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þessi árangur dugir Gísla í annað sætið og verður spennandi að fylgjast með á morgun hvort hann nái öðrum alþjóðlegum sigri á árinu. Úrhellisrigning og eldingahætta olli því að fresta þurfti leik um tvær stundir í dag á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer á Cooke vellinum í Vierumaki í Finnlandi. Keilisdrengirnir Birgir Björn og Henning Darri léku báðir á 78 höggum og eru í 30 og 33 sæti. Lokahringurinn verður leikinn á morgun, hægt er að fylgjast með skori keppenda hér.