Gísli Sveinbergsson endaði í öðru sæti eftir bráðabana um fyrsta sætið við Finnann Sami Valinaki, Gísli spilaði frábært golf í dag,  endaði hann hringinn á tveimur fuglum og náði þannig að jafna við Finnann. Gísli endaði samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu á gífurlega krefjandi golfvelli.  Hreint útsagt glæsilegur árangur hjá þessum unga og efnilega kylfing. Til hamingju Gísli. Hér má sjá úrslitin í mótinu.