Gísli Sveinbergsson okkar maður úr Keili hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Mótið, sem á sér langa sögu, fer fram 28.-29. ágúst, og er Gísli einn af alls níu leikmönnum sem valdir verða í úrvalsiðið.

Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er valinn í þetta úrvalslið.

Gísli er í 156. sæti heimslista áhugamanna og er hann stigahæsti íslenski kylfingurinn á þeim lista.

Mótið fór fyrst fram árið 1958 og er keppnin nefnd eftir Jacques Leglise sem var forsvarsmaður í frönsku golfhreyfingunni. Þeir sem hafa nú þegar verið valdir í úrvalslið meginlands Evrópu eru;  John Axelsen (Danmörk), Christoffer Bring (Danmörk), Viktor Hovland (Noregur), Kristoffer Reitan (Noregur), Maximilian Schmitt (Þýskaland), Gísli Sveinbergsson (Ísland), Tim Widing (Svíþjóð)þ. Tveir til viðbótar verða valdir á næstu dögum.

Fyrirliði: Miguel Franco de Sousa  (Portúgal).