Sæl öll

Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 5-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis.
Æfingar verða á laugardögum, 12 vikur í röð.
Dagseting: 11.jan.-29.mars. 2014.
Þeir sem eru að æfa hjá okkur þurfa ekkert að greiða fyrir þessar æfingar, en þeir sem vilja koma prufa og eru ekki í klúbbnum greiða 5.000 kr. fyrir veturinn.

Aldurskipting og mæting:
kl. 9:15 – 10:00 5-7 ára.
kl. 10:00 – 10:45 8-10 ára
Kylfur á staðnum fyrir alla kylfinga.

Nánari uppl. sendið póst á bjorgvin@keilir.is

Kveðja
Björgvin Sigurbergsson
PGA golfkennari og íþróttastjóri Keilis