Einsog flestir félagsmenn vita þá hefur verið unnið að því að setja upp golfherma í Hraunkoti, n.k föstudag verða þeir opnaðir með viðhöfn klukkan 17:00. Öllum félagsmönnum er boðið að koma og skoða þessi tækniundur.

Skemmtilegir leikir verða í gangi og allir ættu að geta prófað.

Einnig er frá og með deginum í dag hægt að panta tíma í hermana á netinu á þessari slóð. Hægt verður að panta tíma frá og með n.k laugardegi. Einnig verður hægt að fara inná keilir.is og smella þar á hnapp sem stendur golfhermar á, verður þá viðkomandi fluttur inná bókunarsíðuna.

Við að panta tíma þá þarf að velja vöruna fyrst, þ.a.s hvað marga tíma á að panta. Síðan velja þann dag sem beðið er um.

Til að byrja með verður ekki hægt að bóka á milli dýrara verðs og ódýrara verðs. Enn unnið er að lagfæringum á því. Við bókum verður viðkomandi að skilja eftir nafn, tölvupóst og símanúmer. Greitt er síðan í Hraunkoti eftir tímann.

Verðskráin er tvískipt:
Frá klukkan 12:00-16:00 virka daga 3500 krónur klst.
Eftir klukkan 16:00 og um helgar 4500 krónur klst.

4 kylfingar eiga að taka um 3 tíma að leika 18 holur

Góða skemmtun!!