Golfklúbburinn Keilir fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á 50 ára afmælisfagnaði klúbbsins í Hafnarfirði laugardaginn 6. maí síðastliðinn.

Mikið fjölmenni tók þátt í fagnaðinum og mátti m.a. sjá þar ráðherra og bæjarstjóra ásamt formanni og framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Golfklúbburinn er vel að þessari viðurkenningu kominn og uppfyllir öll þau skilyrði sem sett eru af hálfu ÍSÍ í tengslum við þessa viðurkenningu. Viðurkenningin gildir til fjögurra ára í senn en þá þarf að sækja um endurnýjun hennar til ÍSÍ.

Það var Arnar Borgar Atlason formaður klúbbsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónssonar skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri.

Á myndunum eru þeir Viðar og Arnar Borgar.