Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur.
Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember. Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ). Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ). Kylfur á staðnum fyrir alla.
Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum.
Aldurskipting og mæting:
4-7 ára kl. 09:15 – 10:00
8-10 ára kl. 10:00 – 10:45
Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar
www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/
Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða bjorgvin@keilir.is