Golfklúbburinn Keilir býður upp á reglulegar golfæfingar í vetur.

Markmiðið er að aðstoða hinn almenna félagsmann við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og búa sig þar með betur undir næsta golftímabil.

Farið er í helstu þætti leiksins í bland við kennslu og þjálfun.

Einnig er boðið upp á golfreglukvöld í vetur.

Þjálfunarleiðin er alls tíu tímar og er hver tími í 50 mínútur.

Hægt er að velja um það að vera í hópi eftirtalda daga og í hádeginu eða á kvöldin.

Þriðjudagar kl. 19:00

Miðvikudagar kl. 12:00

Miðvikudagar kl. 19:00

Fimmtudagar kl. 12:00

Fimmtudagar kl. 19:00

 

Kennarar eru þeir Björn Kristinn og Karl Ómar PGA golfkennarar hjá Keili

Verð er 25.000 kr.

Boltar eru ekki innfaldir í verði.

 

Skráning er á netfangið kalli@keilir.is eða á bkbgolf@gmail.com

Nánari upplýsingar gefur Kalli í síma 863-1008