Nýliðin helgi var unglingamótahelgi. Stigamót var haldið á Korpunni og Áskorendamót í Grindavík. Þáttakendur á mótunum tveimur voru 246 þar af 54 einstaklingar frá Keili sem var stærsti hópurinn.

Keilismenn sigruðu í 3 flokkum af 6 á Stigamótinu á Korpunni og í 1 flokk á Áskorendamóti í Grindavík. Í flokki 17-18 ára pilta urðu í 3-6 sæti Oliver Fannar Sigurðsson og Ísak Jasonarsson. Einnig í flokki 17-18 ára 3.sæti Anna Sólveig Snorradóttir. Í flokki 15-16 ára sigraði Gísli Sveinbergsson, spilaði á samtals 145 höggum eða 1 yfir pari vallar. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Atli Már Grétarsson á 157 höggum samtals. Þóra Kristín Ragnarsdóttir endaði svo í öðru sæti eftir bráðabana í flokki 14 ára og yngri spilaði samtals á 173 höggum. Á Áskorendamótinu í flokki 14 ára og yngri spilaði Aron Atli Bergmann Valtýsson á 75 höggum, en varð að láta í minni pokann í bráðabana. Daníel Ísak Steinarsson varð svo jafn í 3-4 sæti á 76 höggum. Í stelpuflokki 14 ára og yngri sigraði Melkorka Knútsdóttir glæsilega á 84 höggum.

Stigamót

Piltar 17-18 ára
3-6 sæti Oliver Fannar Sigurðsson
3-6 sæti Ísak Jasonarson

Stúlkur 17-18 ára
3 sæti Anna Sólveig Snorradóttir

Drengir 15-16 ára
1 sæti Gísli Sveinbergsson

Strákar 14 og yngri
1 sæti Atli Már Grétarsson

Stelpur 14 og yngri
2 sæti Þóra Kristín Ragnarsdóttir

Áskorendamót

Strákar 14 ára og yngri
2 sæti Aron Atli Bergmann Valtýsson
3-4sæti Daníel Ísak Steinarsson

Stelpur 14 ára og yngri
1 sæti Melkorka Knútsdóttir