Nú í kvöld lauk liðakeppni Hraunkots 2012-2013 með glæstum sigri hjá Guttunum & Guðrún Brá. Byrjað var að spila kl 14:00 í milliriðlum sem endaði þannig að í undanúrslit mættust Guttarnir & Guðrún Brá gegn Golfskólanum og í hinum leiknum The Pros gegn Fógetunum. Guttarnir & Guðrún Brá fóru í bráðabana gegn Golfskólanum og mörðu sigur. Þar sem Helgi Snær tryggði Guttunum sigur á sjöttu holu bráðabana. Í seinni leiknum unnu The Pros sigur á Fógetunum 2-1. Það voru því Guttarnir & Guðrún Brá sem mættu The Pros í úrslitum, sem endaði með sigri Guttana 2-1. Golfskólinn vann síðan leikinn um 3 sætið örugglega 3-0. Hraunkot þakkar öllum keppendum fyrir þáttökuna og skemmtilegt mót. Það er greinilegt að liðakeppninn er kominn til að vera. Hraunkot óskar sigurvegurunum hjartanlega til hamingju. Fleiri myndir koma svo síðar inná heimasíðuna.