Nú er kominn tími hjá strákunum okkar að slaka aðeins á eftir frábært Evrópumót í fótbolta. Í dag kom hluti hópsins á Hvaleyrarvöll og lék golf í blíðviðrinu. Það var Magnús Gylfason félagi í Keili og nefndarmaður í landsliðsnefnd KSÍ sem bauð leikmönnunum Birki Bjarnassyni og Herði Björgvin Magnússyni uppá golfhring til að dreifa aðeins huganum eftir annasaman mánuð í Frakklandi. Einnig var Rúnar Pálmarsson sjúkraþjálfari liðsins með í för. Takk fyrir komuna í dag strákar og vonandi var þetta virk hvíld sem endaði ekki of oft í Hrauninu….

IMG_1601