Atli Már Grétarsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmet Hennings Darra sem hann setti á fyrsta hringnum í flokki 14 ára og yngri í gær af bláum teigum. Ótrúlegt golf hjá þessum ungu snillingum og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum köppum. Guðrún Brá tók örugga forystu í stúlknaflokki 17-18 ára með frábærum hring í dag uppá 69 högg og leiðir með 11 höggum fyrir lokahringinn. Veðrið lék við kylfinga í dag á Hvaleyravelli og það sást á betri skorum í flest öllum flokkum. Spáin er svipuð fyrir næstu daga þrátt fyrir að eitthvað geti skúrað í eftirmiðdaginn næstu daga.