Nú í sumar hafa verið haldinn nokkur innanfélagsmót á vegum Keilis  og hafa miðvikudagar verið notaðir í þessi mót. Þáttaka hefur að jafnaði verið góð og hafa margir félagsmenn nýtt sér þessi mót í sumar. Keilir hefur séð um allt mótahald og veitt veglaun verðlaun fyrir hvert mót. Næstkomandi miðvikudag er komið að næstsíðasta móti sumarsins og er hægt að skrá sig á golf.is eða í golfverslun Keilis. Mótsgjald er 1.500 kr og eru rástímar frá 09:00 til 17:30 teknir frá fyrir mótið. Við hvetjum alla félagsmenn Keilis að sýna listar sínar á Hvaleyri á miðvikudag og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð og vonandi er sumarið loksins að koma:)