Það er skammt stórra högga á milli á Hvaleyrinni þessa dagana. Nú í morgun hófst eitt glæsilegasta golfmót ársins á Eimskipsmótaröðinni, sjálft Borgunarmótið þar sem keppt er um hinn virta Hvaleyrarbikar í annað sinn. Mótið er sjöunda mótið af alls átta á keppnistímabilinu 2016-17.

Íslandsmeistarinn í golfi karla 2017, heimamaðurinn Axel Bóasson, er á meðal keppenda. Hann er einnig stigameistari síðasta tímabils á Eimskipsmótaröðinni. Margir af bestu kylfingum landsins eru á meðal keppenda ásamt eldri og reyndari kylfingum – og margföldum Íslandsmeisturum. Keilismaðurinn Björgvin Sigurbergsson er á meðal keppenda, ásamt mörgum þeirra sem kepptum um sigurinn á Íslandsmótinu í golfi 2017.

Signý Arnórsdóttir úr GK og Axel Bóasson úr GK sigruðu í fyrra þegar mótið fór fram í fyrsta sinn á þeirra heimavelli. Signý er ekki með í titilvörninni.

Aðeins stigahæstu kylfingarnir á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017 öðlast keppnisrétt á síðustu mótum ársins en stigalistann má nálgast hér.

Skor keppenda er uppfært hér.