Það var fríður hópur sem mætti á flugstöðina í Keflavík eldsnemma á föstudagsmorgun. Leiðin liggur í æfingaferð fyrir komandi tímabil. Alls eru um 40 krakkar á aldrinum 13-18 ára sem halda í æfingabúðir til Ballena á Spáni undir styrkri stjórn þjálfara okkar Björgvins Sigurbergssonar. Planið er að eyða 10 dögum við æfingar frá morgni til kvölds fyrir komandi tímabil. Hópurinn hefur staðið fyrir ýmisskonar söfnunum í aðdraganda ferðarinnar. Hópurinn hélt árlega Skötuveislu, fór í vörutalningu í Bónus, seldu egg og ýmislegt fleira. Þrátt fyrir risótta veðurspá þá óskum við þeim góðrar og árangusríkrar ferðar.