Golfklúbburinn Keilir fer í æfingaferð til Spánar dagana 7-14 apríl. Alls fara 42 iðkendur í ferðina ásamt þjálfurum og tveimur fararstjórum og nokkrum foreldrum. Ferðinni er heitið á suður Spán á stað sem heitir Matalascanas. Þar er glæsilegur 18 holu golfvöllur og góð æfingaraðstaða. Þessi ferð er mikilvægur undirbúningur fyrir krakkana okkar þar sem æfingar vetrarins verða teknar út og þau koma sér í spilaform sem er mikilvægt fyrir mót sumarsins. Veðurspáin er góð fyrir ferðina eða um 17-20 stiga hiti og sól alla daga þannig að þetta getur ekki orðið annað en frábær ferð fyrir krakkana og góð gulrót eftir strangar æfingar í Hraunkoti í vetur. Keiliskrakkar  og foreldrar þakka öllum sem hjálpað hafa við að safna fyrir ferðinni.