24 lið voru skráð til keppni í ár. Leikið er í 4 riðlum og fara 3 efstu liðin í hverjum riðli áfram. Mikið hefur gengið á í sumum leikjum og margir leikir hafa verið jafnir og ráðist á síðasta pútti og fagnaðarlætin stundum gríðarleg. Því miður voru aðeins tvö kvennalið skráð til leiks, en þær hafa staðið sig mjög vel í mótinu. Núna á Laugardaginn 09.mars hefjast úrslitin og eru liðin að berjast um vegleg verðlaun og verður án efa hart barist. Það verður byrjað kl 14:15 á Laugardaginn. Hvetjum sem flesta að kíkja við í Hraunkoti og sjá þessa miklu púttmeistara.