Það voru vaskir kylfingar sem hófu leik snemma í morgun í Meistaramóti Keilis 2018. Það var 4. flokkur karla sem hóf leik og kom það í hlut Rúnars Márs Bragasonar að slá fyrsta höggið í þetta skiptið. Formaður Keilis Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir kom og heilsaði uppá fyrsta ráshópinn og setti mótið. Alls eru um 270 kylfingar skráðir til leiks í ár. Enn er hægt að komast í flokkana sem byrja á miðvikudaginn með að hafa samband við golfverslun og skrá sig þar. Við óskum öllum góðs gengis og góðrar skemmtunar.