Oliver Horovitz er rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og kylfusveinn á „Old Course“ í St. Andrews í Skotlandi.  Oliver er væntanlegur til landsins og mun halda kynningu á bók sinni, „An American Caddie in St. Andrews“ í Víkingasal 4, á Icelandair Hotel Reykjavík Natura,  þriðjudaginn 26. nóvember  kl. 20:00.  Aðgangur er ókeypis.

Auk þess að gefa út bókina „An American Caddie in St. Andrews“ hefur hann skrifað um reynslu sína sem kylfusveinn fyrir tímaritin Sports Illustrated, Golf World og Golf Digest.  Horovitz útskrifaðist frá Harvard College 2008. Áður en hann hóf nám við Harvard nam hann í eitt ár við Univeristy of St. Andrews, þar sem að hann lék með golfliði skólans.  Árið 2007 skrifaði hann, leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina „The Caddies of St. Andrews.

Undanfarin ár hefur Oliver verið kylfusveinn fyrir Huey Lewis á „Dunhill Pro-Am Championship“.  Oliver hefur sagt frá því að hann sjái mest eftir því lífinu að hafa gleymt að segja Huey frá Cheape’s Bunker á 2. holunni á Old Course árið 2010, sem varð til þess að Huey fékk tvöfaldan skolla á holuna.

Á kynningunni mun Oliver segja frá reynslu sinni sem kylfusveinn á „Old Course“.  Hann mun deila með gestum bestu kylfusveinssögunum sínum og veita ráð um hvernig skuli leika golf við skoskar aðstæður og hvernig skal staðið að því að skipuleggja golfferð til Skotlands.  Hann mun auk þess árita bækur og svara spurningum úr sal um allt sem viðkemur St. Andrews og golfmenningunni þar. Áður en kynningin hefst mun gestum gefast kostur úr því að skora á Oliver í pútt keppni og boðið verður uppá viskí smökkun.

Bókina er hægt að nálgast á Amazon og IBooks vefverslununum, í verslunum Eymundsson, auk þess sem bókin verður seld á staðnum. Verð: 3.500 kr.