Golfklúbburinn Keilir og Heimsferðir héltu í dag opið golfmót á Hvaleyrarvelli þrátt fyrir slæma veðurspá fyrir daginn í dag. Mótsnefnd hafði samband við veðurklúbbinn á Dalvík og kom afdráttarlaust svar um að halda mótið og auðvitað var það gert:) Suðrænir tónar hljómuðu í golfskála Keilis á meðan mótinu stóð og sáu  gestir okkar frá Spáni um að halda uppi stemmingu í allan dag.
96 kylfingar tóku slaginn í dag enda glæsileg verðlaun í boði frá Heimsferðum fyrir höggleik og punktakeppni. Einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir næst holu á 6 og 10. braut. Henning Darri Þórðarsson ungur kylfingur úr GK átti tilþrif dagsins þegar hann fór holu í höggi á 4. braut. Við óskum honum til hamingju með höggið magnaða.

Jesus fór á kostum í allan dag

Helstu úrslit dagsins urðu þessi:

Höggleikur
1. sæti   Helgi Runólfsson  GK   69 högg
2-3. sæti  Birgir Björn Magnússon  GK   73 högg
2-3. sæti  Hávarður Gunnarsson  GG   73 högg

Punktakeppni
1. sæti   Jón Lárus Kjerúlf  GK   39 punktar
2. sæti  Traust Bragasson  GK   37 punktar
3. sæti  Hávarður Gunnarsson  GG   37 punktar
4. sæti  Ragnar Geir Hilmarsson  GKG   37 punktar
5. sæti  Helgi Runólfsson  GK   37 punktar

Nándarverðlaun
6. braut    Steinar Páll Ingólfsson  GK   1,33 m
10. braut  Hjörtur Ingþórsson  GR   2,87 m

Golfklúbburinn Keilir þakkar Heimsferðum og keppendum fyrir glæsilegt og skemmtilegt mót sem heppnaðist í alla staði vel. CSA leiðrétting var +2 í dag.

Helgi Runólfsson tekur við verðlaunum fyrir höggleikinn

Antonio að draga úr skorkortum

Veðrið var nú ekki verra en þetta