Þann 15. ágúst n.k verður haldið glæsilegt Texas Scramble mót á Hvaleyrarvelli. Mikill fjöldi glæsilegra vinninga er í boði. Þá er teiggjöfin einnig einkar glæsileg, þar á meðal FJ golfhanski, bíómiði, létt snakk o.fl. Eftir hring verður öllum keppendum boðið uppá súpu svona til að fara ekki heim á fastandi maga. Virkilega skemmtilegt mót sem verður betur auglýst á næstu dögum. Hvaleyrarvöllur er í virkilega góðu ástandi þessa dagana og býður uppá golf í hæðsta gæðaflokki.