Golfklúbburinn Keilir vill óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári sem nálgast okkur á ljóshraða. Við berum miklar væntingar til ársins 2018 og munum reyna að gera okkar allra besta til að árið verði gott fyrir okkur öll. Hraunkot golfæfingasvæði verður að sjálfsögðu opið um jól og Áramót fyrir þá sem vilja æfa sveifluna sína. Golfhermarnir okkar eru á fullu og eru vel bókaðir þessa dagana og við minnum kylfinga á að panta tíma í hermana í gegnum heimasíðu Keilis eða í síma 565-3361 (ath opnunartíma). Við viljum svo minna séstaklega á Áramótagleði Hraunkots sem er haldinn á gamlársdag eins og undanfarin ár. Glæsilegt púttmót sem er opið öllum þeim sem hafa áhuga og verða að sjálfsögðu glæsilegir flugeldar í vinning. Einnig verða í gangi leikir í golfhermunum okkar. Þessi gleði verður nánar auglýst síðar. Hér fyrir neðan er svo opnunartími Hraunkots um jól og Áramót.