Rúnar Arnórsson lék stórkostlegt golf eða á 62 höggum á fyrsta degi Barona Collegiate Cup háskólamótinu og setti glæsilegt skólamet. Aldrei í sögunni hefur kylfingur frá Minnesota skólanum leikið golf á 10 höggum undir pari.

Í dag lauk mótinu með öruggum sigri Rúnars sem lék hringina þrjá á 9 höggum undir pari (62, 71, 74) og sigraði hann mótið glæsilega með þremur höggum.

Minnesota skóli Rúnars endaði í 2. sæti í mótinu á 16 höggum yfir pari.

Næsta mót hjá Rúnari verður í Tempe Arizona 3.og 4. apríl.