Mótsnefnd Golfklúbbsins Keilis hefur tekið ákvörðun um að fresta Securitas opnu kvennamóti í samstarfi við Úr og Gull sem vera átti Laugardaginn 07. sept. Veðurspáin er mjög slæm og var ákveðið að fresta mótinu til 21. september. Vonandi verða veðurguðirnir góðir við okkur eftir 2 vikur og mótið verði hið glæsilegasta þá. Nánari upplýsingar koma svo eftir helgi. Það er von okkar að kvenkylfingar fylli mótið og þetta mót verði áfram hið glæsilegasta.