Helgina 19-20.maí voru haldin fyrstu mót á Arion Banka mótaröðum GSÍ. Mótin voru að þessu sinni haldið á Akranesi og Seltjarnarnesi. Þáttakendur á mótunum tveimur voru 247 þar af 50 einstaklingar frá Keili.  Þetta er met þáttaka.

Keilismenn sigruðu í 3 flokkum af 6 á Stigamótinu á Akranesi, Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna og bætti um leið vallarmet Ragnhildar Sigurðardóttir um 4 högg. Gísli Sveinbergsson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokk 15-16 ára pilta í sínu fyrsta móti í þeim aldursflokk og að lokum sigraði Henning Darri Þórðarson aldursflokk 14 ára og yngri stórglæsilega en hann spilaði hringina 2 samtals 2 undir pari vallar. Annar árangur kylfinga var mjög góður og unglingarnir til fyrirmyndar.

Stigamót

Piltar 17-18 ára
2 sæti                   Benedikt Sveinsson
3-4 sæti                Ísak Jasonarson

Stúlkur 17-18 ára
1 sæti                    Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2 sæti                    Anna Sólveig Snorradóttir

Drengir 15-16 ára
1 sæti                    Gísli Sveinbergsson

Telpur 15-16 ára
2 sæti                    Sara Margrét Hinriksdóttir

Strákar 14 og yngri
1 sæti                    Henning Darri Þórðarsson

Áskorendamót

Drengir 15-16 ára
3-5 sæti             Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson

Strákar 14 ára og yngri
3-4 sæti             Stefán Ingvarsson