Rosalegir vinningar hjá Axel í Fjölskylduleik Heimsferða

Okkar maður Axel Bóasson heldur styrktarmót á Hvaleyrarvelli næstkomandi sunnudag. Í gær tilkynnti kappinn að hann ætlaði að bjóða upp á auka Fjölskylduleik.

Leikurinn virkar þannig að þeir sem ljúka við létta púttþraut fyrir neðan golfskála Keilis eiga möguleika á að vinna 100 þúsund króna gjafabréf hjá golfdeild Heimsferða. 2 heppnir aðilar vinna gjafabréfið en það kostar ekki nema 500 krónur að vera með í leiknum.

Allir eru velkomnir að taka þátt í leiknum, óháð því hvort þeir taki þátt í mótinu sjálfu eða ekki. Því hvetjum við sem flesta til að taka þátt og styðja Axel en allur ágóði hjálpar honum í komandi verkefnum á Nordic Tour í sumar.

Skráning er hafin í styrktarmótið en hægt er að skrá sig á golf.is