Er vorið að koma ? það er komið hjá æfingasvæði Keilis og mun sumaropnunartími Hraunkots taka gildi þriðjudaginn 01. apríl. Svo að það sé á hreinu þá er þetta ekki aprílgabb 🙂 Þetta er sá tími sem margir fá fiðring í fingurnar og sérstaklega núna þegar veður er stillt og gott og með ágætis hitastigi til að fullkomna fiðringinn. Starfsfólk Hraunkots er komið í vorstuð og býður alla kylfinga velkomna til að æfa sveifluna sína.

Sumaropnunartími Hraunkots :
(byrjar 1. apríl)
Afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum.

Mánudaga til fimmtudags 09:00-22:00
Föstudaga 09:00-20:00
Laugardaga 09:00-20:00
Sunnudaga 09:00-21:00

Síminn í Hraunkoti er 565-3361 og e-mail er hraunkot@keilir.is

Verðskrá Hraunkots