Núliðin helgi var sérlega glæsileg hjá Keilis fólki. Keppt var á þremur GSÍ mótum, Stigamót fullorðinna var haldið hjá GKG þar sem Signý Arnórsdóttir vann kvennaflokkinn og Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð í öðru sæti.

Íslandsmót unlinga var haldið hjá GS þar eignuðumst við Keilis menn þrjá titla af sex sem í boði voru. Ísak Jasonarson varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára. Anna Sólveig Snorradóttir varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára og Henning Darri Þórðarsson varð Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára.

Hjá GSG var svo haldið Áskorendamót þar sem Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson vann flokk 17-18 ára og Daníel Ísak Steinarsson vann flokk 14 ára og yngri. Alls tóku 37 unglingar úr Keili þátt í mótum um helgina.

Hér má sjá úrslitin í Íslandsmóti Unglinga

Hér má sjá úrslitin í Áskorendamótaröðinni

Hér má sjá úrslitin í Stigamóti fullorðna