Keilisfólk var heldur betur í eldlínunni á fyrsta stigamóti ársins sem haldið var á Garðarvelli á Akranesi. Guðrún Brá sigraði í kvennaflokki eftir að hafa leitt mótið alla hringina. Guðrún barðist við Sunnu Víðisdóttur úr GR og stöllu sína úr Keili Tinnu Jóhannsdóttur. Endaði mótið með glæsilegum 5 högga sigri Guðrúnar. Í karlaflokki fór Axel Bóasson með sigur af hólmi eftir að hafa leitt mótið alla hringina einsog Guðrún gerði í kvennaflokki. Axel endaði mótið með að sigra með tveimur höggum. Rúnar Arnórsson endaði í 5-6 sæti og var næstbestur Keilismanna í mótinu. Það er greinilegt að Keilisfólk kemur vel unda vetri og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu mótum. Einnig vakti athygli árangur yngri Keilismanna enn þeir Birgir Björn (16 ára) og Henning Darri (15 ára) áttu glæsilegt mót og enduðu í topp 15.  Keilir óskar þessum glæsilegu sigurvegurum til hamingju með helgina.

Loka staða í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK-73-79-77=229 högg
2. Sunna Víðisdóttir, GR-78-75-81=234 högg
3. Tinna Jóhannsdóttir, GK-75-78-83=236 högg
4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK-77-80-82=239 högg
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR-77-80-82=239 högg

Loka staða í karlaflokki:

1. Axel Bóasson GK-70-74-78=222 högg
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR-72-77-75=224 högg
3. Haraldur Franklín Magnús GR-76-74-75=225 högg
4. Sigmundur Einar Másson GKG-75-74-78=227 högg
5-6. Rúnar Arnórsson GK-76-74-79=229 högg
5-6.Arnar Snær Hákonarson GR -76-72-81=229 högg