Í dag fór fram Opna U.S. Kids Golf mótið  fyrir kylfinga 14 ára og yngri. Leiknar voru 18 holur á Hvaleyrarvelli og voru margir að leika völlinn í fyrsta skipti.

Það var fyrirtækið Sportcompany sem styrkti mótið.

 

Mikil ánægja var með leikfyrirkomulagið því kylfingar léku á teigum sem hentaði aldri viðkomandi. Í flokki 13-14 ára var leikið á rauðum teigum, í flokki 11-12 ára á grænum teigum og í flokki 10 ára og yngri á gullteigum.

Þegar viðkomandi kylfingur var búinn að nota 7 högg og boltinn var ekki inn á flöt átti að taka hann  upp og setja á fyrirfram ákveðinn stað og ljúka leik á flötinni.

Allir fengu U.S.Kids golfhanska í þátttökugjöf auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Síðast en ekki síst var endað á pútt og vippþrautum með vinunum og/eða mömmu eða pabba í bland við að fá sér grillaðar pylsur og djús.

Hægt er að skoða margar myndir frá mótinu inn á Keilir Golfklúbbur á Facebook.

Úrslit er hægt að skoða inn á golf.is

Golfklúbburinn Keilir vill þakka keppendum og foreldrum/forráðamönnum fyrir frábæran golfdag.