Opna Subway mótið fór fram í dag þar sem þáttaka var mjög góð. Veðrið var mjög gott en fyrripartinn voru þó nokkrir vætuskúrar. Alls tóku 178 manns þátt í mótinu og var keppt í höggleik og punktakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og fimm efstu sætin í punktakeppni, nándarverðlaun á 4.,6.,10.,16.,13. og 9. holu. Endaði höggleikurinn með bráðabana á milli Hrafns Guðlaugssonar úr GSE og Benediktar Árna Harðarsonar úr GK. Fyrst léku þeir 10. holuna tvisvar sinnum og síðan var haldið á 18. holu þar sem Hrafn Guðlaugsson vann eftir æsispennandi keppni.
Besta Skor:
Hrafn Guðlaugsson GSE 69 högg
Punktakeppni:
- Árni Halldórsson NK 43 punktar
- Svavar Jóhannsson GO 42 punktar
- Sigurjón Sigurðsson GK 41 punktar
- Benedikt Árni Harðarson GK 40 punktar
- Björn Bergmann Björnsson GK 40 punktar
Nándarverðlaun:
4.hola Jón K. Ólason 1,12m
6.hola Guðni Guðmundsson 1,44m
10.hola Smári Snær Sævarsson 1,33m
13.hola Haraldur Orri Björnsson (lengsta drive á 13.)
16.hola Gylfi Aron Gylfason 1,02m
9.hola Finnbogi Steinarsson 67cm