Í dag var síðasta innanfélagsmótið haldið á vegum Keilis. 78 Keilisfélagar létu smá vind og regn ekki stoppa sig og gekk mótið mjög vel. Leikhraði var til fyrirmyndar og var hringurinn að spilast á 4 klst og 10 min, sem er mjög gott. Síðasta holl fór út kl 17:00 og var að koma í hús kl 21.10 og mátti ekki seinna vera  þegar svona þungskýjað er. Halldór Jónsson ungur kylfingur gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 10. braut og notaði 7. járnið í verknaðinn og bauð síðan hollinu uppá Pepsi Max að leikslokum:) Vel gert Halldór. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik og 5 efstu í punktakeppni einnig voru í boði nándarverðlaun á 10. braut.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Besta skor í höggleik
Ísak Jasonarson sem spilaði á 73 höggum.

Punktakeppni 5 efstu
1. Egill Strange   41 (betri seinni 9)
2. Kristján Sigurðsson  41
3. Kristín F.Gunnlaugsdóttir  36
4. Karl Vídalín Grétarsson  36
5. Ísak Jasonarson  35

Nándarverðlaun 10. braut
Halldór Jónsson  0 cm


Halldór Jónsson við 10. brautina

Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótunum í sumar kærlega fyrir og auðvitað munum við halda þessu áfram næsta sumar.