Þá er púttmótaröð FootJoy og Hraunkots lokið. Síðasta mótið var sunnudaginn 06. apríl og gekk að sjálfsögðu vel. 30 sprækir púttarar mættu og freistuðust til að næla sér í verðlaun frá FootJoy og Hraunkoti. Það voru haldinn 4. mót og er stefnan sett á að gera eins á næsta ári, enda gekk þetta mjög vel og allir ánægðir með mótin. Við viljum þakka Íslensk/Ameríska sem er umboðsaðili á Íslandi fyrir FootJoy vörurnar kærlega fyrir stuðninginn á þessum mótum. Einnig þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í mótaröðinni þetta árið fyrir og vonumst til að sjá alla aftur á næsta ári. Úrslit urðu svo eftirfarandi:

1. sæti Gísli Sveinbergsson         27 pútt (15-12)
2. sæti  Aron Atli Bergmann      28 pútt (16_12)
3. sæti  Keisarinn                        28 pútt (15-13)
4. sæti  Atli Már Grétarsson     30 pútt (15-15)
5. sæti  Orri Bergmann              31 pútt (16-15)
6. sæti  Vikar Jónasson              31 pútt (13-18)
Aukaverðlaun fyrir 20. sæti  Sæmundur Melsted

Við viljum svo minna á glæsilegt páskamót Hraunkots sem verður haldið um páskana og verður nánar auglýst fljótlega.


                Sigurvegarinn Gísli Sveinbergsson